Netnotendur eru í kringum 3 milljarðar jarðarbúa og þar af eru um 2 milljarðar sem nota samfélagsmiðla. Vinsælir samfélagsmiðlar á borð við Facebook, Instagram, Snapchat og Twitter eru orðnir mikilvægir miðlar til markaðssetningar. Með notkun samfélagsmiðla er auðveldara að ná til þess markhóps sem hentar þínum rekstri.
Ávinningur samfélagsmiðla er:
- Innsýn. Samfélagsmiðlar geta veitt þér góða innsýn á viðskiptavini þína. Hverjir þeir eru og hvernig þeim líkar varan/þjónustan sem þú selur þeim.
- Vörumerkjavitund. Notkun samfélagsmiðla auðveldar viðskiptavinum að nálgast upplýsingar um það sem þú hefur upp á að bjóða þ.e. varan verður sýnilegri.
- Viðskiptatryggð. Með því að tengjast viðskiptavinunum í gegnum samfélagsmiðla aukast líkur á viðskiptatryggð þeirra.
- Auglýsingar í rauntíma. Hægt er að kynna fyrirtækið og ákveðnar vörur með einföldum hætti í gegnum samfélagsmiðlana. Auglýsinga valkostir samfélagsmiðlanna auðveldar nálgun á skilgreindum markhópum.
- Vefumferð. Með notkun samfélagsmiðla er hægt að auka umferð um vefsíðuna, því meiri sem umferðin er um vefsíðuna því hærra skorar hún hjá leitarvélum.
- Tengslamyndun. Með notkun samfélagsmiðla bjóðast möguleikar til beinna samskipta við viðskiptavininn.