Um mig

Edda Kamilla er sjálfmenntaður nörd í heimasíðugerð, hvort heldur sem er WordPress eða Wix ásamt því að hafa reynslu að vinna með heimasíður í vefumsjónakerfinu Moya. Hún hefur haldið utan um heimasíður íþróttafélaga og félagasamtaka um árabil ásamt því að halda utan um eigin síður. Fyrsta heimasíða Eddu Kamillu er rabarbari.is en hún er einlægur aðdáandi rabarbarans og leggur stund á ræktun hans í frístundum. Edda Kamilla er lærður einkaþjálfari og er eigandi vefsíðunnar thecultura.com ásamt því að hafa lokið háskólagráðum í stjórnun, viðskiptum og lögum.