Af hverju að hafa vefsíðu?

Internetið er notað í dag líkt og símaskráin á árum áður. Þegar fólk leitar eftir upplýsingum og vöru í dag, leitar það á netinu. Með því að hafa vefsíðu getur þú/fyrirtæki þitt komið mikilvægum upplýsingum áfram til viðskiptavina þinna og ekki síður til væntanlegara viðskiptavina. Vefsíða segir „þetta er ég“ og „hér er ég“.

Ávinningur vefsíðu er:

  • Auðvelt að uppfæra og koma áfram upplýsingum um vöru og þjónustu.
  • Vefsíðan er opin 24/7 allt árið og engin landamæri.
  • Samfélagsmiðlar. Þú getur bæði deilt upplýsingum af vefsíðunni, og í gegnum hana, á samfélagsmiðlum á borð við YouTube, Facebook, ofl.
  • Tengsl, viðskiptavinir þínir geta haft samband við þig í gegnum vefsíðuna. Bókað fundi og skráð sig á námskeið, allt eftir því sem við á.